Tölur vistaðar í minnið
Vista má 26 mismunandi tölur, ókláraða útreikninga eða lokaniðurstöður útreikninga til síðari nota.
1. Styddu á Ctrl+S. Ör birtist við hlið gildisins.
2. Styddu á Shift + stafinn sem þú vilt vensla við gildið. Stafurinn birtist við hlið örvarinnar.
3. Styddu á „enter“-takkann til að vista gildið.
Til að nota vistað gildi, færðu inn stafinn sem þú hefur venslað við gildið og haltu útreikningnum áfram á venjulegan hátt.
Til að hreinsa öll gildi sem vistuð eru í minninu, styddu á Ctrl+D.