EAP einingar
EAP einingar eru notaðar á þráðlausu LAN til að sannvotta þráðlaus tæki og sannvottunarmiðlara.
Athugaðu að netið verður að styðja þennan möguleika.
EAP-SIM stillingum breytt
Til að nota EAP-SIM sannvottun verður að vera kveikt á símanum og gilt SIM-kort verður að vera í tækinu.
Veldu
Connections
>
Internet setup
til að breyta EAP-SIM stillingum fyrir netaðgangsstað. Veldu þráðlausan LAN netaðgangsstað
af listanum og síðan
Edit
>
Advanced
. Veldu
EAP
síðuna. Veldu EAP-SIM af listanum og styddu á
Configure
.
Tilgreindu eftirfarandi:
•
Use manual user name
— Þessi stilling hundsar notendanafnið í fyrsta auðkennissvarinu ef miðlarinn krefst þess að
notandinn framkvæmi fyrstu auðkenninguna með fyrirfram skilgreindu notendanafni, til dæmis Windows notendanafni. Ef
þú velur
Yes
en skilur
User name
reitinn eftir auðan er notendanafn búið til af handahófi fyrir fyrsta auðkennissvarið.
•
Use manual realm
— Þessi stilling hundsar umráðasvæði fyrsta auðkennissvarsins ef miðlarinn krefst þess að notandinn
framkvæmi fyrstu auðkenninguna með fyrirfram skilgreindu umráðasvæði. Ef þú velur
No
er umráðasvæðið fengið frá IMSI
(international mobile subscriber identity).
•
Use identity privacy
— EAP-SIM getur látið miðlarann senda gervinafnsauðkenni fyrir sannvottun í framtíðinni. Þetta auðkenni
kemur í veg fyrir að IMSI notandans sé sent.
•
Max. reauthentic. count
— EAP-SIM getur látið miðlarann senda þráðlausa tækinu auðkenni fyrir endursannvottun sem hægt
er nota til að hraða sannvottunum. Þú getur valið hversu oft er hægt að nota einstakt endursannvottunarkerfi þar til
framkvæma verður fulla sannvottun. Ef endursannvottunarkerfin eru notuð of oft getur getur dregið úr öryggi þar sem SIM-
kortið er ekki notað við endursannvottun.