Nettengistillingar samskipaðar
Þessar stillingar hafa áhrif á allar nettengingar.
Til að samskipa algengar Nettengistillingar, veldu
Connections
>
Internet setup
. Veldu
Idle
síðuna og tilgreindu eftir hvað
langan tíma tengingin rofnar sjálfkrafa og fer aftur í biðham ef hún er ekki notuð. Þú getur tilgreint mismunandi tíma fyrir
hverja tegund tengingar, en stillingin hefur áhrif á alla netaðgangsstaði sem nota þessa tegund tengingar.
Sumar nettengingar geta virst óvirkar en senda og taka samt á móti gögnum í bakgrunninum. Þessar tengingar geta frestað
því að tengingunni sé lokað.
Veldu
Other
síðuna og tilgreindu stillingarnar.
•
Ask before connecting
— Ef þú velur
Yes
, birtist samtal í hvert sinn sem þú tengist Netinu sem biður þig um að staðfesta
tenginguna eða breyta netaðgangsstaðnum.
•
GPRS operating mode
— Veldu
Always on
til að halda GPRS tengingunni í viðbragðsham og kveikja hratt á flutningi
pakkagagna þegar á þarf að halda. Ef þú velur
On when needed
, notar tækið GPRS tengingu aðeins þegar þú ræsir forrit eða
aðgerð sem þarfnast þess. Athugaðu að ef engin GPRS endurvarpi er til staðar og þú valdir
Always on
, mun tækið reglulega
reyna að koma á GPRS tengingu.
Til að breyta forgangsröð netaðgangsstaða, veldu
Connections
>
Internet setup
. Styddu á
Priority
, veldu netaðgangsstað og
styddu á
Move up
eða
Move down
. Þegar þú kemur á gagnatengingu er leitað að aðgangsstöðum í þeirri röð sem þú hefur
tilgreint.