Certificate manager
Mikilvægt: Athuga skal að þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir fjartengingum og
uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér.
Vottorðastjórinn verður að vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð eru
bundin tilteknum tíma. Ef textinn Útrunnið vottorð eða Ógilt vottorð birtist þó að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga
hvort rétt dag- og tímasetning er á tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi treysta eiganda þess og að það
tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.
Stafræn vottorð má nota til að:
• tengjast bankaþjónustu á netinu, öðru setri eða ytri miðlara til að skiptast á trúnaðarupplýsingum
• minnka hættu á smiti af völdum veira eða annars skaðlegs hugbúnaðar og til að sannreyna uppruna hugbúnaðar við
niðurhleðslu og uppsetningu