PIN-númerinu, PIN2-númerinu, lykilnúmeri og lykilorði útilokana.
Forðastu að nota númer sem líkjast neyðarnúmerum, eins og 112, til þess að komast hjá því að hringja óvart í neyðarnúmer.
Kóðar eru sýndir sem stjörnur. Þegar kóða er breytt sláðu þá inn núgildandi kóðann og síðan nýja kóðann tvisvar.
Stillingar fyrir læsingu tækis tilgreindar
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja (eða svara) úr símanum eða nota aðrar aðgerðir sem þurfa stuðning
GSM-símkerfis. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Þú getur, hins vegar,
hringt neyðarsímtöl í ótengdu sniði með því að styðja á rofann á tækinu og slá síðan inn opinbera neyðarnúmerið.
Þetta er aðeins hægt að gera í viðmóti símans, ekki í viðmóti communicator. Ef tækinu hefur verið læst, færðu inn
lykilnúmerið til að virkja símaaðgerðina. Þegar tækið er læst er samt hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið.
Að hringja neyðarsímtal í ótengdu sniði eða þegar tækið er læst krefst þess að tækið þekki númerið sem opinbera
neyðarnúmerið. Það kann að vera ráðlegt að skipta um snið eða aflæsa tækinu með því að slá inn lykilnúmerið áður
en neyðarsímtal er hringt.
Til að tilgreina stillingar fyrir læsingu tækis, veldu
Security
>
Device security
, og veldu
Device lock
síðuna.
Tilgreindu eftirfarandi:
•
Autolock period
— Þú getur stillt eftir hvað langan tíma tækið læsist sjálfkrafa og er aðeins hægt að nota ef rétta lykilnúmerið
er slegið inn. Þegar tækið er læst er samt hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Sömuleiðis er
hægt að svara hringingum.
•
Lock code
— Styddu á
Change
til að breyta lykilnúmerinu. Nýi kóðinn verður að vera 5 til 10 tákn. Sjálfgefni kóðinn er 12345.
Breyttu lykilnúmerinu til þess að koma í veg fyrir að tækið sé notað í heimildarleysi. Haltu nýja númerinu leyndu og geymdu
það fjarri tækinu.
•
Lock if SIM card is changed
— Þú getur stillt tækið þannig að beðið sé um lykilnúmer þegar óþekkt SIM-kort er sett inn í það.
Tækið geymir lista yfir SIM-kort sem það viðurkennir sem kort eigandans.
•
Allow remote locking
— Ef þú stillir þennan valmöguleika á
Yes
getur þú læst tækinu með því að senda fyrirfram tilgreind
textaskilaboð úr öðrum síma.
Veldu
Security
>
Device security
til að búa til fjarlæsingarskilaboð. Stilltu valkostinn
Allow remote locking
á
Yes
, sláðu inn
lykilnúmerið og sláðu inn texta fyrir fjarlæsingarskilaboðin í
Message
reitinn. Staðfestu skilaboðin og styddu á
Done
.
Fjarlæsingarskilaboðin geta verið 5 til 20 stafir eða tölur að lengd og gerður er greinarmunur á há- og lágstöfum. Styddu á
Reboot
til þess að kveikja aftur á tækinu og til þess að breytingarnar taki gildi.
Ábending: Ef þú notar minniskort án lykilorðs læsist minniskortið þegar þú læsir tækinu með fjarlæsingarskilaboðum.
Til að fjarlægja lykilorð minniskorts, veldu
Desk
>
Office
>
File manager
, styddu á Valmynd og veldu
Memory card
>
Security
>
Remove password...
. Sláðu inn fjarlæsingarskilaboðin sem lykilorð og styddu á
Remove
. Ef
fjarlæsingarskilaboðin eru lengri en 8 stafir eru fyrstu 8 stafirnir notaðir sem lykilorð minniskortsins.
C o n t r o l p a n e l ( S t j ó r n b o r ð )
Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.
66