Kveikt á tækinu í fyrsta skipti
Þegar þú kveikir á tækinu þínu í fyrsta skipti þarftu að tilgreina grunnstillingar. Hægt er að breyta þessum stillingum síðar.
Opnaðu tækið og fylgdu leiðbeiningunum á communicator-skjánum.
1. Veldu tungumálið sem þú vilt nota af listanum og styddu á
OK
.
2. Veldu heimaborg þína af listanum og styddu á
OK
. Þú getur leitað að borg með því að slá inn fyrstu stafina í nafni hennar
eða notað skruntakkann eða örvatakkana. Mikilvægt er að velja rétta borg þar sem tímasettar dagbókarfærslur sem þú hefur
búið til geta breyst ef skipt er um heimaborg.
3. Stilltu tímann og dagsetninguna og styddu á
OK
.
4. Styddu á
OK
til að búa til þitt eigið tengiliðaspjald.
5. Sláðu inn upplýsingar í tengiliðspjaldið þitt og styddu á
OK
.
6. Styddu á
OK
.
Sjálfgefnu möppurnar, líkt og
C:\My files\
og undirmöppur hennar, eru búnar til þegar kveikt er á tækinu í fyrsta skipti. Þótt þú
breytir tungumálastillingu tækisins síðar meir breytast nöfn mappanna ekki.
H a f i s t h a n d a
Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.
10