Kveikt og slökkt á tækinu
1. Til að kveikja á tækinu, styddu á og haltu rofanum inni.
2. Ef tækið biður um PIN-númer eða öryggiskóða skaltu slá inn númerið og styðja á
OK
.
3. Til að slökkva á tækinu, styddu á og haltu rofanum inni.
Ábending: Þegar þú kveikir á símanum kann hann að bera kennsl á símafyrirtæki SIM-kortsins og framkvæma sjálfkrafa
rétta samskipun textaboða-, margmiðlunarboða- og GPRS-stillinga. Ef ekki getur þjónustuveitan þín gefið þér upp
réttar stillingar.
Notandaviðmót communicator ræsist fyrst eftir að rafhlaðan hefur verið sett í. Þú getur ekki kveikt á símanum um leið og
rafhlaðan hefur verið sett í. Þú verður að bíða eftir að það kvikni á notandaviðmóti communicator.
Ábending: Ef þú hefur sett inn rafhlöðuna en tækið ræsist samt ekki, skaltu styðja á rofann.
Þú getur notað communicator notandaviðmótið án aðgerða símans þegar SIM-kortið er ekki í tækinu eða þegar
Offline
sniðið
er valið.