Minniskort
Til athugunar: Áður en þú getur notað minniskortið úr Nokia 9210 Communicator sölupakkanum með Nokia 9500
Communicator verður þú að umbreyta minniskortinu með Gagnaflytjaranum og setja aftur upp forritin sem þú hefur
áður sett upp á minniskortinu. Þú skalt hins vegar ekki setja aftur upp forrit sem voru foruppsett fyrir Nokia 9210
Communicator. Nokia 9500 Communicator inniheldur nýrri útgáfur af þessum forritum og þú verður að nota þær
útgáfur með Nokia 9500 Communicator.
Nokia tækið þitt styður aðeins FAT16 skráarkerfið fyrir minniskort. Ef þú notar minniskort úr öðru tæki, eða ef þú vilt tryggja
samhæfni minniskortsins við Nokia tækið þitt, þarftu e.t.v. að forsníða minniskortið með Nokia tækinu þínu. Athugaðu þó að
öllum gögnum í minniskortinu er eytt varanlega þegar þú forsníður minniskortið.
Minniskort sett inn og tekið út
1. Ef þú vilt setja í minniskort skaltu renna því í minniskortaraufina (2). Gakktu úr skugga um að sneidda hornið á minniskortinu
snúi að SIM-kortsraufinni og að snertiflötur þess snúi niður. Bakhliðin verður að vera á tækinu til að það skynji minniskortið.
H a f i s t h a n d a
Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.
14
2.
Til athugunar: Ekki fjarlægja MMC-kortið í miðri aðgerð þegar verið er að nota kortið. Ef kortið er fjarlægt í miðri
aðgerð getur það skemmt minniskortið, tækið sem og þau gögn sem eru geymd á kortinu.
Ef tækið inniheldur minniskort geturðu fjarlægt það eftir að þú hefur fjarlægt bakhliðina, jafnvel þó svo rafhlaðan sé í tækinu.
Ef minniskort inniheldur forrit birtast þau í
Desk
eða í einhverjum hópnum á Skjáborðinu, allt eftir því um hvaða forrit er að ræða.
Nánari upplýsingar er að finna í
File manager
og
„Öryggi minniskorts“
á bls.
57
.