Nokia 9500 Communicator - SIM-kortið, rafhlaða og minniskort sett í

background image

SIM-kortið, rafhlaða og minniskort sett í

Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til. Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-

kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Aðeins skal nota samhæf margmiðlunarkort (MMC) með þessu tæki. Önnur minniskort, svo sem Secure Digital (SD) kort, passa

ekki í raufina fyrir MMC-kortið og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið og

einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu geta skaddast.
1. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.

Snúðu tækinu þannig að bakhliðin snúi að þér, styddu á sleppitakkann (1) og renndu lokinu í þá átt sem örvarnar benda.

2. Renndu SIM-kortinu í SIM-kortsraufina (1).

Gakktu úr skugga um að sneidda hornið á SIM-kortinu vísi niður og að snertiflötur kortsins beinist niður. Mundu að fjarlægja

ávallt rafhlöðuna áður en þú setur SIM-kort í eða tekur það úr.

Ef þú vilt setja í minniskort skaltu renna því í minniskortaraufina (2). Gakktu úr skugga um að sneidda hornið á minniskortinu

snúi að SIM-kortsraufinni og að snertiflötur þess snúi niður.

Sjá „Minniskort“, bls. 14.

3. Settu rafhlöðuna í. Tryggðu að rafskaut rafhlöðunnar snerti samsvarandi nema í rafhlöðuhólfinu.

4. Stingdu festingunum á bakhliðinni í samsvarandi raufar og ýttu bakhliðinni á sinn stað.

Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.

8

background image

Ábending: Ef þú hefur sett inn rafhlöðuna en tækið ræsist samt ekki, skaltu styðja á rofann.