Nokia 9500 Communicator - Forrit og hugbúnaður settur upp

background image

Forrit og hugbúnaður settur upp

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp hugbúnað frá fyrirtækjum sem bjóða næga vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.

Þú getur sett upp tvenns konar forrit og hugbúnað á tækinu þínu:
• Forrit og hugbúnað sem er sérstaklega ætlaður fyrir Nokia 9500 Communicator eða er samhæfður við Symbian stýrikerfið.

Þessar uppsetningarskrár hafa skráarviðskeytið .SIS.

• J2ME forrit sem eru samhæf við Symbian stýrikerfið. Uppsetningarskrár Java forrita hafa skráarviðskeytið .JAD eða .JAR.
Hægt er að flytja uppsetningaskrár í tækið þitt úr samhæfðri tölvu, hlaða þeim niður af vefnum, og senda þær í tækið í

margmiðlunarboðum, sem tölvupóstsviðhengi eða með Bluetooth. Ef þú notar PC Suite fyrir Nokia 9500 Communicator til að

flytja skrá skaltu vista skrána í C:\nokia\installs möppunni í tækinu þínu. Ef þú notar Microsoft Windows Explorer til að flytja skrá

skaltu vista skrána á minniskorti (staðbundinn diskur).
Meðan á uppsetningu stendur, athugar tækið hvort pakkinn sem á að setja upp sé heill og gallalaus. Tækið sýnir upplýsingar

um prófanirnar sem eru í gangi og þú getur valið að halda uppsetningunni áfram eða hætta við hana.

Sjá „Certificate manager“, bls. 67.

Ef þú setur upp forrit sem þurfa nettengingu skaltu hafa í huga að orkunotkun tækisins kann að aukast þegar þú notar þessi forrit.