Nokia 9500 Communicator - Nokia PC Suite

background image

samstillingarinnar og birtir villur í samstillingu, ef einhverjar voru.
Frekari upplýsingar um samstillingu má finna í notendahandbókinni fyrir Nokia PC Suite eða hjálpinni fyrir Nokia PC Sync.

Nokia PC Suite

Nokia PC Suite býður upp á nokkur forrit til að nota Nokia 9500 Communicator tækið þitt. Til dæmis geturðu samstillt tengiliði,

dagbókarupplýsingar, tölvupóst og verkefni milli tækisins og samhæfrar tölvu með Nokia PC Sync, sýslað með möppur í tækinu

með Nokia Phone Browser, gert öryggisafrit af eða endurheimt persónuleg gögn með Nokia Content Copier og sett upp forrit

með Nokia Application Installer.
Settu Nokia PC Suite upp af geisladisk eða af www.nokia.com. Aðeins er hægt að nota Nokia PC Suite með Windows 2000 og

Windows XP. Viðbótarupplýsingar um hvernig á að setja upp eða nota PC Suite er að finna í Notendahandbók Nokia PC Suite á

geisladisk eða í hjálpargluggunum forrita Nokia PC Suite.
Til að nota Nokia PC Suite þarftu að tengja tækið þitt við samhæfa tölvu með DKU-2 (USB) snúru, Bluetooth eða innrauðri

tengingu.

Sjá „Tengimöguleikar“, bls. 83.

• Ef þú vilt nota snúru þarftu nýjast tengirekilinn. Rekillinn er settur upp þegar Nokia PC Suite er sett upp. Nánari upplýsingar

er að finna í Notendahandbók Nokia PC Suite..

• Ef þú vilt nota Bluetooth, paraðu saman tækið og samhæfða tölvu og stilltu tölvuna eins og viðurkennt er.

Sjá „Parast við

tæki“, bls. 84.

• Ef þú vilt nota innrauða tengingu, virkjaðu innrauðu tenginguna á tækinu.

Sjá „Innrautt“, bls. 85.

Virkjaðu innrauðu

tenginguna á samhæfðu tölvunni ef þörf krefur.

Þú þurfir að setja upp eða uppfæra rekla fyrir Bluetooth eða innrautt tengi ef þú vilt nota tækið sem mótald. Frekari upplýsingar

má finna á geisladiskinum í sölupakkanum, www.nokia.com og Notendahandbókinni fyrir Nokia PC Suite.