Nokia 9500 Communicator - Messaging (Skilaboð)

background image

Messaging (Skilaboð)

Í

Messaging

getur þú búið til, sent, tekið á móti, skoðað, breytt og skipulagt textaboð, margmiðlunarboð, tölvupóstboð, faxboð

og sérstök textaboð sem innihalda gögn líkt og stillingar eða bókamerki vefsíðna. Þú getur einnig tekið við skilaboðum og

gögnum með því að nota Bluetooth eða innrauða tengingu, tekið við þjónustuboðum, skilaboðum frá endurvarpa og sent

þjónustuskipanir.
Áður en þú getur sent eða tekið við skilaboðum:
• Það verður að vera kveikt á símanum, gilt SIM-kort verður að vera í símtækinu og þú verður að vera innan þjónustusvæðis

farsímakerfisins. Hægt er að hafa tækið opið eða lokað.

• Símkerfið sem þú notar verður að styðja faxsímtöl, gagnasímtöl og SMS sendingar ef þú ætlar þér að nota þá möguleika.
• Fax-, gagna- og SMS þjónustan verður að vera virkjuð fyrir SIM-kortið þitt.
• Stillingar netaðgangsstaðarins (IAP) verða að hafa verið tilgreindar.

Sjá „Internet setup“, bls. 68.

• Stillingar tölvupóstsins verða að vera tilgreindar.

Sjá „Stillingar tölvupóstsreikninga“, bls. 29.

• SMS-stillingarnar verða að vera tilgreindar.

Sjá „Stillingar textaboða“, bls. 32.

• Stillingarnar margmiðlunarboða verða að vera tilgreindar.

Sjá „Reikningsstillingar margmiðlunarboða“, bls. 34.

Hafðu samband við þjónustuveitu þína, netrekanda eða internetþjónustuveitu til að fá réttar stillingar.

Ábending: Þegar þú kveikir á Nokia 9500 Communicator kann hann að bera kennsl á söluaðila SIM-kortsins og

framkvæma rétta samskipun textaboða-, margmiðlunarboða- og GPRS-stillinga sjálfkrafa. Þú gætir þurft að hafa

samband við símafyrirtækið þitt til að virkja þjónustu margmiðlunarboða og GPRS.