Nokia 9500 Communicator - Skilaboðamiðstöð

background image

Skilaboðamiðstöð

Aðalskjárinn fyrir skilaboð inniheldur tvo ramma: vinstra megin er listi yfir möppur og hægra megin eru skilaboð þeirrar möppu

sem er valin. Styddu á „tab“-takkann til að fara á milli rammanna.

Möppur í aðalskjá Skilaboða:

Inbox

— Inniheldur öll móttekin skilaboð nema tölvupóst, SIM-kortsskilaboð og skilaboð frá endurvarpa. Tölvupóstskilaboð

eru geymd í ytra pósthólfinu.

Outbox

— inniheldur skilaboð sem bíða þess að vera send.

Drafts

— geymir drög að skilaboðum sem hafa ekki verið send.

Sent

— geymir skilaboð sem hafa verið send nema þau sem send voru með Bluetooth.

Öll ytri pósthólf sem þú tilgreinir birtast aftast í möppulistanum.