Tölvupóstur
Farðu í
Messaging
til að skrifa og lesa tölvupóst.
Tölvupóstkerfi Nokia 9500 Communicator uppfyllir netstaðlana SMTP, IMAP4 (rev 1) og POP3.
Til að taka á móti og senda tölvupóst verður þú að setja upp ytri pósthólfsþjónustu. Þessi þjónusta er í boði hjá
netþjónustuveitum, kerfisþjónustuveitum eða símafyrirtækinu þínu.
Áður en þú getur sent, tekið á móti, sótt, svarað eða framsent tölvupóst í tækinu þínu verður þú að gera eftirfarandi:
• Þú verður að samskipa aðgangsstað á Netið (IAP) á réttan hátt.
Sjá „Internet setup“, bls. 68.
• Þú verður að tilgreina póststillingarnar þínar á réttan hátt.
Sjá „Stillingar tölvupóstsreikninga“, bls. 29.
Það gerirðu með því að fara eftir leiðbeiningunum úr ytra pósthólfinu þínu og netþjónustuveitum. Hafðu samband við kerfis-
og netþjónustuveitur eða símafyrirtækið til að fá réttar stillingar.