Nokia 9500 Communicator - Móttaka tölvupósts

background image

Móttaka tölvupósts

Tækið þitt sækir ekki sjálfkrafa tölvupóst sem sendur er til þín heldur er hann geymdur í ytra pósthólfinu þínu. Til að lesa

tölvupóstinn þinn verður þú fyrst að tengjast ytra pósthólfinu og velja svo tölvupóstinn sem þú vilt flytja yfir í tækið þitt. Tengingu

við ytra pósthólf er komið á með gagnasímtali, GPRS, þráðlausu LAN eða IP-passthrough.

Sjá „Tengimöguleikar“, bls. 83.

Hafðu í huga að tölvupóstur sem þú hefur ákveðið að eyða, og merkt sem slíkan þegar tækið er ekki tengt við Netið, er eytt

næst þegar tækið tengist Netinu. Þú getur eytt tölvupósti í tækinu án þess að eyða skránum í ytra pósthólfinu.

Sjá „Komist hjá

minnisskorti“, bls. 27.

Til að sækja tölvupóst af ytri miðlara skaltu skruna að pósthólfinu þínu og styðja á

Retrieve e-mail

.

Veldu:

Mail headers (stay online)

— til að sækja aðeins upplýsingar um sendanda, dagsetningu og titil.

Messages

— til að sækja allan tölvupóst án viðhengja. Þessi valkostur er aðeins til staðar ef

E-mail account type

er IMAP4.

Messages and attachments

— til að sækja allan tölvupóst, auk þeirra viðhengja sem fylgja honum.

Styddu á

Retrieve

til að tengjast Netinu og sækja tölvupóst.

Ef þú hefur búið til undirmöppur í IMAP4-pósthólfunum þínum getur þú skoðað þær í tækinu þínu. Til að geta skoðað möppur

í IMAP4-pósthólfinu þínu skaltu koma á nettengingu, styðja á Valmynd og velja

Receive

>

Folder subscriptions...

. Athugaðu að

þú getur aðeins fengið áskrift að möppum í IMAP4-pósthólfunum þínum.
Til að skoða ytri möppu, veldu möppuna og styddu á

Subscribe

. Áskriftarmöppur eru uppfærðar í hvert skipti sem þú tengist

Netinu. Hafðu það í huga að þetta getur tekið langan tíma ef möppurnar eru stórar.
Styddu á

Update list

til að uppfæra listann yfir möppur.