Nokia 9500 Communicator - Stillingar tölvupóstsreikninga

background image

Stillingar tölvupóstsreikninga

Allar breytingar sem þú gerir á tölvupóstsstillingum hafa áhrif á hvernig tölvupóstur er sendur eða móttekinn.
Styddu á Valmynd, veldu

Tools

>

Account settings...

og styddu á

Create new

.

Skrunaðu að gerð reikningsins sem þú vilt búa til og styddu á

OK

.

M e s s a g i n g ( S k i l a b o ð )

Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.

29

background image

Ábending: Þú getur búið til

E-mail

eða

Remote e-mail

áskrift. Þegar þú býrð til tölvupóst til að senda úr Nokia 9500

Communicator notarðu tölvupóstsreikninginn. Þegar þú samstillir tækið við Nokia PC Suite notarðu ytri

tölvupóstreikninginn.

Þú þarft aðeins að tilgreina stillingar fyrir tölvupóstreikninginn.
Tilgreindu eftirfarandi á

General

síðunni:

E-mail account name

— Sláðu inn lýsandi heiti fyrir tenginguna. Athugaðu að hámarkslengdin er 25 stafir.

My name

— Sláðu inn nafnið þitt.

Username

— Sláðu inn notandanafnið þitt sem þjónustuveitan lét þér í té.

Password

— Sláðu inn lykilorðið þitt. Ef þú skilur þennan reit eftir auðan verður þú beðin(n) um lykilorð þegar þú reynir að

tengjast pósthólfinu.

My e-mail address

— Sláðu inn tölvupóstfangið sem þjónustuveitandinn lét þér í té. Póstfangið verður að innhalda @ merkið.

Svör við skilaboðum þínum eru send á þetta póstfang.

Internet access

— Veldu netaðgangsstaðinn sem þú vilt nota.

Default account

— Ef þú hefur búið til marga tölvupóstreikninga skaltu velja þann sem þú vilt nota sem sjálfgefinn reikning.

Ábending: Þegar þú skrifar tölvupóstinn er reikningurinn sem er notaður til að senda tölvupóstinn sýndur undir

tölvupóststákninu við hliðina á viðtakandanum og efninu.

Tilgreindu eftirfarandi á

Servers

síðunni:

E-mail account type

— Veldu samskiptareglur fyrir tölvupóst sem þjónustuveita ytra pósthólfsins mælir með. Athugaðu að

þessa stillingu er aðeins hægt að velja einu sinni og henni er ekki hægt að breyta ef þú hefur vistað eða lokað

tölvupóstsstillingunum.

Ábending: POP3 er útgáfa af Post Office Protocol sem eru staðlaðar samskiptareglur til að taka á móti tölvupósti frá

ytri miðlara. Með POP3 getur þú skoðað ytra pósthólfið þitt og hlaðið niður tölvupósti. IMAP4 er útgáfa af Internet

Message Access Protocol sem eru staðlaðar samskiptareglur til að fá aðgang að tölvupósti á ytri miðlara. Með IMAP4

getur þú framkvæmt leit, búið til, eytt og haldið utan um tölvupóst og möppur á miðlaranum.

Outgoing e-mail server

— Sláðu inn IP-tölu eða heiti hýsitölvunnar sem sendir tölvupóstinn þinn.

Incoming e-mail server

— Sláðu inn IP-tölu eða heiti hýsitölvunnar sem tekur við tölvupóstinum þínum.

Use SMTP authentication

— Veldu hvort SMTP (Simple Mail Transfer Protocol) miðlarinn krefst sannvottunar og sláðu inn SMTP

notendanafnið og lykilorðið.

Tilgreindu eftirfarandi á

Roaming

síðunni:

Change connection automatically

— Veldu hvort þú vilt að tækið skipti sjálfkrafa milli tenginga ef tenging við aðal

netaðgangsstaðinn rofnar.

Second access

,

Third access

og

Fourth access

— Tilgreindu aðra mögulega netaðgangsstaði

Tilgreindu eftirfarandi á

Retrieve

síðunni:

Retrieve

— Veldu hvort þú vilt aðeins sækja upplýsingar í haus tölvupósts (líkt og sendanda, viðfangsefni og dagsetningu),

tölvupóst, eða tölvupóst ásamt viðhengjum hans.

Max. size of e-mail

— Tilgreindu hversu stór tölvupóstskeyti á að sækja.

Sync. e-mails in Inbox

— Veldu fjölda þeirra tölvupóstskeyta sem þú vilt hlaða niður frá ytri miðlara í Innhólfið þitt.

Sync. e-mails in folders

— Veldu fjölda þeirra tölvupóstskeyta sem þú vilt hlaða niður frá ytri miðlara í möppurnar þínar.

Tilgreindu eftirfarandi á

Advanced

síðunni:

Default e-mail type

— Veldu hvort þú vilt senda tölvupóst sem

Plain text

,

Plain text (no MIME)

ef kerfið sem tekur við

tölvupóstinum getur ekki sýnt tölvupóst sem er sendur á venjulegu internetsniði, eða

Formatted text (HTML)

til að geta notað

aukna valkosti textasniða.

Send e-mail

— Veldu

Immediately

til að senda tölvupóst eins fljótt og mögulegt er,

During next connection

til að senda hann

næst þegar þú sækir tölvupóst eða

Upon request

til að vista tölvupóstinn í úthólfinu þaðan sem þú getur sent hann síðar.

Include signature

— Veldu hvort þú vilt nota undirskrift. Veldu

Use my contact card

til að nota tengiliðaspjaldið í tækinu eða

Custom

til að nota undirskriftaskrá sem þú getur búið til fyrir tölvupóstreikninginn.

Request read report

— Veldu hvort þú vilt fá senda tilkynningu þegar viðtakandinn er búinn að opna tölvuskeytið þitt.

Allow report requests

— Veldu hvort þú vilt að viðtakandinn fái senda tilkynningu um að þú hafir lesið tölvuskeytið.

Copy to my e-mail address

— Veldu hvort þú vilt fá sent afrit af öllum tölvupósti sem þú sendir.

Secure login (APOP)

— Veldu hvort þú vilt nota öruggt POP3 innskráningarkerfi, ef POP3 miðlarinn sem þú notar styður það

kerfi.

M e s s a g i n g ( S k i l a b o ð )

Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.

30

background image

Incoming secure connection

— Veldu hvort þú vilt nota dulkóðun til að tryggja öryggi inntengingarinnar. Öruggar tengingar

eru notaðar með POP3 og IMAP4 samskiptareglunum til að tryggja öryggi tengingar við ytra pósthólf. Athugaðu að ytri

miðlarinn verður að styðja öruggar tengingar til þess að þessi aðgerð virki.

Outgoing secure connection

— Veldu hvort þú vilt nota dulkóðun til að tryggja öryggi úttengingarinnar. Öruggar tengingar

eru notaðar með SMTP samskiptareglum til að tryggja öryggi tengingar við ytra pósthólf. Athugaðu að ytri miðlarinn verður

að styðja öruggar tengingar til þess að þessi aðgerð virki.

IMAP4 folder path

— Sláðu inn slóð IMAP4 innhólfsins ef miðlarinn getur ekki opnað það sjálfkrafa. Venjulega þarft þú ekki

að tilgreina slóðina.

Til að breyta tilbúnum reikningi, veldu tegund þess reiknings sem þú vilt breyta og styddu á

Edit

.