Tölvupóstur notaður með eða án nettengingar
Að nota tölvupóstinn með nettengingu þýðir að þú notar tækið þegar það er tengt ytra pósthólfi um nettengingu. Þegar
nettenging er virk getur þú eytt út, endurnefnt og búið til nýjar möppur í ytra pósthólfinu þínu. Ef tækið er ekki nettengt, og
þ.a.l. ekki tengt við ytra pósthólf, getur þú aðeins eytt tölvupósti, ekki möppum.
Hafðu það hugfast að allar breytingar sem þú gerir á ytra pósthólfinu á meðan nettenging er ekki til staðar eru framkvæmdar
í því næst þegar þú tengist Netinu.
Ef þú eyðir út tölvupósti þegar tækið þitt er ótengt verður honum eytt úr ytra pósthólfinu næst þegar þú tengist við pósthólfið.
Þú getur sparað minni með því að eyða út tölvupóstum í tækinu þínu.
Sjá „Komist hjá minnisskorti“, bls. 27.
Með því að halda utan um tölvupóstinn þinn án nettengingar sparar þú tengikostnað, auk þess sem þú getur unnið í honum á
svæðum þar sem nettenging er ekki í boði. Ef þú ert að vinna við aðstæður þar sem nettenging dettur út getur þú skipt yfir í