Hlustað á tónlist
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Music player
sýnir lagalista, hljóðstyrk, tákn fyrir handhófs- og endurtekna spilun, núverandi ham og framvindustiku.
Framvindustikan sýnir spilunartíma, stöðu og lengd lags.
Skrunaðu upp og niður á lagalistanum til að velja lag.
Til að spila lag eða lög í möppunni sem er opin styddu á
Play
. Spilun hættir sjálfkrafa þegar síðasta laginu í lagaröðinni er lokið.
Til að flokka lög, styddu á Valmynd og veldu
View
>
Sort by
. Birtir lög í möppunni sem er opin eftir nafni, skráarheiti, dagsetningu
eða stærð. Flokkun hefur áhrif á í hvaða röð lögin í möppunni sem er opin eru spiluð.
Til að velja næsta lag á undan eða eftir, styddu á Valmynd og veldu
Go to
>
Previous track
eða
Next track
. Hvaða lag er valið fer
eftir núverandi röð sem lögin eru í.
Til þess að spila lög aftur, styddu á Valmynd og veldu
Playback
>
Repeat
. Með þessu er byrjað aftur að spila fyrsta lagið í röðinni
þegar síðasta laginu er lokið.
Til að spila tónlist af handahófi, veldu möppu, styddu á Valmynd og veldu
Playback
>
Random
.
Ábending: Meðan lag er að spilast skrunaðu til vinstri til að leita fyrir aftan eða til hægri til að leita fyrir framan.