Spilun hljóð- og myndskráa
Þú getur spilað hljóð- og myndskrár sem eru geymdar í minni tækisins eða á minniskorti, sem hafa verið sendar í tækið með
tölvupósti eða úr samhæfri tölvu, eða sem hægt er að straumspila gegnum Netið.
Framvindulínan sýnir spilunartíma, stöðu og lengd hljóð- eða myndskrárinnar. Á meðan spilun er í gangi er gert hlé á myndspilun
á meðan aðalvalmynd eða hvers kyns skjár er birtur. Hreyfimyndir birtast í miðju myndrammans bæði lóðrétt og lárétt. Verði
hreyfimyndin of stór annað hvort á breiddina eða hæðina þegar hún fyllir út í skjáinn breytist stærð hennar áður en hún er birt
til að viðhalda upprunalegu sniðhlutfalli myndarinnar.
Til að hefja straumspilun á skrá skaltu finna skrána á Netinu og styðja á
Play
. Ef vandamál við tengingu valda villu í spilun mun
RealPlayer
reyna sjálfkrafa að tengjast aftur við netaðgangsstaðinn.
Styddu á
Play
til að spila vistaðar skrár. Spilun stöðvast sjálfkrafa.
Styddu á
Stop
til að stöðva spilun eða straumspilun. Ef vistun í biðminni eða tenging við straumspilunarstað stöðvast, stöðvast
sömuleiðis spilun skrárinnar og hún hefst aftur frá byrjun. Skráin er enn valin í lista.
Til að skoða myndskrána í fullri skjástærð, styddu á Valmynd og veldu
View
>
Full screen
. Þetta breytir stærð myndrammans í
venjulega eða fulla skjástærð.
Til að vista hljóð- og myndskrár, styddu á Valmynd og veldu
File
>
Save clip as...
. Til að vista nettengil, styddu á Valmynd og
veldu
File
>
Save link as...
.
Til að breyta stærð myndskrár, styddu á Valmynd og veldu
View
>
Zoom in
eða
Zoom out
. Súmmun eykur stærð myndarinnar
til að ná yfir sem stærstan hluta myndrammans og viðhalda sniðhlutfallinu eða endurheimtir upprunalega stærð myndarinnar.
Til að loka
RealPlayer
, styddu á
Exit
. Vistun í biðminni, tenging við straumspilunarstað og spilun skrárinnar stöðvast.
Ábending: Til þess að bæta flýtivísi við myndskrá, styddu á Valmynd og veldu
File
>
Add to Desk...
. Þannig verður til
flýtivísir til þeirrar skráar sem valin var. Ekki er hægt að búa til flýtivísi á óvistaða skrá.