Hringt
Til að hringja og svara símtölum verðurðu að hafa kveikt á símanum, að hafa gilt SIM-kort í símtækinu og vera staðsett/ur innan
þjónustusvæðis farsímakerfisins.
GPRS-tengingar eru settar í bið meðan talað er í símann.
Sláðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, til að hringja. Ef þú slærð inn rangan staf eða tákn skaltu styðja á
Clear
.
Ábending: Til að hringja til útlanda, styddu tvisvar á
til að setja inn plúsmerkið (+) í stað alþjóðlega
svæðisnúmersins, sláðu því næst inn landsnúmerið og svæðisnúmerið (slepptu 0 í upphafi ef með þarf) og svo
símanúmerið.
Styddu á Hringitakkann til að hringja. Til að ljúka símtali eða hætta við að hringja, styddu á Hættatakkann.
Ábending: Til að stilla hljóðstyrk símtals meðan á því stendur, styddu skruntakkanum til hægri til að hækka
hljóðstyrkinn eða til vinstri til að lækka hann.
Til að hringja í tengiliði sem eru vistaðir í minninu, skrunaðu niður meðan síminn er í biðham. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni
vistaðs tengiliðs. Skrunaðu að nafninu og styddu á Hringitakkann.
Ábending: Þú getur vistað nýja tengiliði í
Contacts
valmyndinni í símanum eða í
Contacts directory
skjánum í
communicator viðmótinu.
Til að hringja í númer sem nýlega var hringt í, styddu á Hringitakkann og þá geturðu skoðað síðustu númer (allt að 20) sem þú
hefur hringt í eða reynt að hringja í. Skrunaðu að númerinu eða nafninu sem þú vilt hringja í og styddu á Hringitakkann.
Þegar þú hefur tengt símanúmer við talnatakka frá
til
getur þú hringt með hraðvalinu á eftirfarandi hátt: Styddu á
takkann sem þú vilt velja og svo á Hringitakkann. Ef
Speed dialling
aðgerðin er virk skaltu halda talnatakkanum inni þar til
hringingin hefst. Til að tengja símanúmer við talnatakka, styddu á
Menu
í biðham og veldu
Contacts
>
Speed dials
. Til að virkja
Speed dialling
aðgerðina, styddu á
Menu
og veldu
Settings
>
Call settings
>
Speed dialling
.
Til að hringja í talhólfið þitt (sérþjónusta), styddu á
og haltu honum inni eða á
og svo Hringitakkann.