Valmyndaraðgerðir opnaðar
Síminn býður upp á ákveðinn fjölda valmyndaraðgerða.
Flestum aðgerðunum fylgja stuttir hjálpartextar. Til að lesa hjálpartextann, skrunaðu að aðgerðinni og bíddu í um 15 sekúndur.
Þú verður að virkja hjálpartexta í
Settings
>
Telephone settings
áður en þeir birtast.
Valmyndaraðgerð opnuð
Til að nálgast aðgerð með því að skruna, styddu á
Menu
, skrunaðu að þeirri aðgerð sem þú vilt velja, líkt og
Settings
og styddu
á
Select
. Skrunaðu að undirvalmynd, líkt og
Call settings
og styddu á
Select
. Skrunaðu að stillingu og styddu á
Select
.
Til að opna aðgerð með flýtivísun í valmynd, styddu á
Menu
og, innan 2 sekúndna, sláðu inn flýtivísunarnúmer valmyndarinnar,
undirvalmyndarinnar og stillingarinnar sem þú vilt opna. Flýtivísunarnúmerið sést efst í hægra horni skjásins.
Styddu á
Back
ef þú vilt fara aftur á næsta valmyndarstig fyrir ofan það sem þú ert á. Styddu á
Exit
til að fara út úr aðalvalmyndinni.
Þú getur einnig farið út úr valmyndinni með því að styðja á Hættatakkann.
Uppbygging valmyndar