Hlutir settir inn og þeim breytt
Hlutir í textaskjölum eru ekki tenglar heldur ívafin viðhengi sem geta aukið stærð skjalsins til muna. Sumar gerðir hluta eru
aðeins sýndar sem tákn.
Styddu á
Insert object
til að setja hlut inn í skjal. Veldu gerð hlutarins af listanum. Styddu á
Insert new
til að opna samsvarandi
ritil og búa til nýjan hlut eða styddu á
Insert existing
til að opna lista yfir eldri skrár. Aðeins þær skrár sem hægt er að setja inn
birtast á listanum. Veldu skrá og styddu á
OK
.
Til að breyta stærð myndar skaltu velja myndina, styðja á Valmynd og velja
Edit
>
Object
>
Object details...
. Á
Scaling
síðunni
getur þú valið breidd og hæð myndarinnar eða breytt stærðarhlutfalli myndarinnar. Á
Cropping
síðunni getur þú klippt af
myndinni. Athugaðu að þú getur ekki breytt stærð tákna.
Til að opna hlut til að skoða eða breyta honum skaltu velja hlutinn og styðja á enter-takkann.
Til að fjarlægja hlut úr skjali skaltu velja hlutinn og styðja á backspace-takkann.