Tækið sérstillt
• Framhliðar - Þú getur skipt um framhlið á tækinu þínu.
• Skjáborð - Þú getur raðað forritunum, flýtivísunum og minnismiðum í möppur og búið til nýjar möppur á Skjáborðinu.
Sjá
„Unnið með hópa“, bls. 21.
• Minn eigin takki - Þú getur stillt Minn eigin takka þannig að hann opni uppáhaldsforritið þitt.
Sjá „Minn eigin lykill“, bls. 61.
• Bakgrunnsmyndir - þú getur sett upp bakgrunnsmynd á framhliðarskjánum og communicator skjánum.
Sjá
„Wallpapers“, bls. 61.
Hægt er að velja á milli nokkurra tilbúinna veggfóðra og þú getur einnig notað þínar eigin myndir sem
bakgrunnsmyndir.
• Litaskema - Þú getur breytt um litaskema í tækinu þínu.
Sjá „Skjár“, bls. 61.
• Valtakkar fyrir hliðar - Þú getur breytt aðgerðunum sem eru sýndar fyrir ofan vinstri og hægri valtakkana.
Skipt um framhlið og takkamottu
Til athugunar: Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður en fram- og bakhlið eru
fjarlægðar. Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og
nota tækið með áföstum fram- og bakhliðum.
1. Styddu á sleppihnapp framhliðarinnar (1) og lyftu upp framhliðinni (2) í stefnu örvarinnar. Byrjaðu neðst á tækinu og endaðu
á því að sleppa festihökunum efst á því.
2. Lyftu upp framhliðinni í stefnu örvarinnar.
3. Fjarlægðu takkamottuna. Lítill oddur (1) heldur henni á sínum stað.
4. Til að skipta um takkamottuna, láttu hana standast á við oddinn og þrýstu henni á sinn stað.
5. Til að skipta um framhliðina, láttu festihökin standast á við efsta hluta tækisins undir litlu horni og þrýstu framhliðinni niður
þar til hún smellur á sinn stað.
Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.
90