Nokia 9500 Communicator - Uppsetning ad hoc nets

background image

Uppsetning ad hoc nets

Með forritum frá öðrum aðilum er hægt að nota ad hoc net til koma á samskiptum milli þráðlausra tækja án þráðlausra LAN-

aðgangsstaða. Einn notandi stofnar ad hoc netið og því næst tengjast aðrir notendur því.
Fyrst þarf að stofna aðgangsstað á Netinu fyrir ad hoc netið.
Hvernig stofna skal aðgangsstað á Netinu fyrir ad hoc net
1. Veldu

Desk

>

Tools

>

Control panel

og síðan

Connections

>

Internet setup

.

2. Styddu á

New

. Þú getur einnig notað aðgangsstað sem þegar er til staðar sem grunn fyrir nýjan aðgangsstað.

3. Tilgreindu stillingarnar.

Internet settings name

— Gefðu tengingunni viðeigandi heiti.

Network ID

— Veldu auðkenni netsins í samræmi við það net sem þú vilt tengjast í gegnum aðgangsstaðinn á Netinu. Þú

getur endurnefnt og stofnað ný auðkenni. Notirðu rétta auðkennið tryggirðu að flæði gagnanna sé beint á réttan

áfangastað. VPN (virtual private network) hugbúnaður getur takmarkað gagnaflæði á ákveðin net.

Internet settings type

— Veldu þráðlaust LAN sem tengingu.

Network mode

— Veldu

Ad hoc

.

Network name

— Gefðu netinu heiti.

Security mode

— Veldu

WEP

ef þú vilt nota WEP (wired equivalent privacy) lykil fyrir sannvottun.

4. Ef þú valdir

WEP

sem öryggisham þarftu að samskipa þessar stillingar líka.

WEP key index

— Veldu númer fyrir WEP lykilinn.

WEP key length

— Veldu viðeigandi lengd fyrir lykilinn. Studdar lengdir á lyklinum eru 40, 104 og 232 bitar. Því fleiri bita

sem lykillinn innheldur, þeim mun meira er öryggið.

WEP key type

— Veldu hvort þú vilt slá inn upplýsingar um WEP lykilinn á sextánsku sniði (

HEX

) eða sem texta (

ASCII

).

WEP key data

— Færðu inn WEP-lykilgögnin. Stafafjöldinn sem þú getur slegið inn fer eftir lengd lykilsins sem þú valdir.

Lyklar sem eru 40 bitar að stærð samanstanda t.d. af 5 bók- eða tölustöfum eða 10 sextánskum stöfum.

5. Styddu á

Finish

eða

Done

þegar þú hefur samskipað öllum stillingunum. Styddu á

Advanced

ef þú þarft að samskipa frekari

stillingar..

Sjá „Frekari stillingar fyrir netaðgangsstað samskipaðar“, bls. 70.