Bluetooth-stillingar
Til að breyta Bluetooth-stillingum, veldu
Desk
>
Tools
>
Control panel
og svo
Connections
>
Bluetooth
. Veldu
Settings
síðuna.
Tilgreindu eftirfarandi:
•
Bluetooth active
— Veldu
Yes
til að kveikja á Bluetooth. Ef þú velur
No
rofna allar virkar Bluetooth-tengingar og þar með er
ekki hægt að nota Bluetooth til að senda og taka á móti gögnum.
•
My telephone's visibility
— Veldu
Shown to all
ef þú vilt að önnur Bluetooth-tæki geti fundið þitt tæki. Ef þú velur
Hidden
finna önnur tæki ekki tækið þitt.
•
My Bluetooth name
— Veldu nafn fyrir tækið þitt. Lengd nafnsins má ekki fara yfir 247 stafi.
•
Remote SIM access
— Veldu
Enabled
til að leyfa samskipti á milli samhæfs bílbúnaðar og Nokia 9500 Communicator.
Sjá „SIM-
aðgangssnið“, bls. 63.
Eftir að þú hefur kveikt á Bluetooth og breytt sýnileika þínum í
Shown to all
geta aðrir Bluetooth-notendur greint tækið þitt og
nafn þess.
Ábending: Til að kveikja eða slökkva á Bluetooth, styddu á Chr+ .
Hafðu í huga að ef það slokknar á Bluetooth þegar farið er í
Offline
sniðið verður þú að endurræsa Bluetooth handvirkt.