Gögn send með Bluetooth
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, hringitóna og annað
efni.
Aðeins ein Bluetooth-tenging getur verið virk í einu.
1. Opnaðu forritið sem geymir hlutinn sem þú vilt senda. Ef þú vilt t.d. senda mynd í annað tæki skaltu opna
Images
forritið.
2. Veldu hlutinn sem þú vilt senda, styddu á Valmynd og veldu
File
>
Send
>
Via Bluetooth
.
3. Ef þú hefur áður leitað að Bluetooth-tækjum birtast þau tæki fyrst þegar þú leitar aftur að tækjum. Þú sérð tákn tækisins og
nafn þess. Styddu á
Search again
til að hefja nýja leit. Styddu á
Stop
til að stöðva leitina.
4. Veldu tækið sem þú vilt tengjast við og styddu á
Select
.
5. Ef hitt tækið fer fram á pörun áður en hægt er að flytja gögn er beðið um aðgangskóða. Búðu til þinn eigin aðgangskóða
(1-16 tölustafir að lengd) og gerðu samkomulag við notanda hins Bluetooth-tækisins um að nota sama kóða. Aðgangskóðinn
er aðeins notaður einu sinni og þú þarft ekki að leggja hann á minnið. Tæki sem ekki hafa notandaviðmót eru með fastan
aðgangskóða. Eftir að pörun lýkur er tækið vistað á
Paired devices
síðunni.
6. Þegar tengingin eru orðin virk birtist
Sending...
tilkynningin.