Nokia 9500 Communicator - Þráðlaust staðarnet (þráðlaust LAN)

background image

Þráðlaust staðarnet (þráðlaust LAN)

Hömlur kunna að vera á notkun þráðlausra staðarneta (LAN) á sumum stöðum. Kannið það hjá staðaryfirvöldum eða

þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar

krefjast aukins rafmagns og draga úr endingu rafhlöðunnar.
Tækið þitt er samþykkt til notkunar á þráðlausu staðarneti. Þú getur notað þráðlaust staðarnet til að senda og taka við tölvupósti

og tengt tækið við Internetið.
Tækið styður eftirfarandi eiginleika fyrir þráðlaust staðarnet:
• IEEE 802.11b staðalinn
• Notkun á tíðninni 2,4 GHz með því að nota DSSS-fjarskiptatækni (direct sequence spread spectrum).
• WEP-dulkóðun (wired equivalent privacy) með lyklum upp að 232 bitum.
• WPA (Wi-Fi protected access)
Athugaðu að WEP og WPA er einungis hægt að nota ef símkerfið styður þessa möguleika.
Ef þú færir tækið á annan stað innan þráðlausa staðarnetsins og utan seilingar aðgangsstaðar þráðlausa netsins, getur

reikieiginleikinn tengt tækið þitt sjálfkrafa við annan aðgangsstað sem tilheyrir sama netkerfi. Á meðan þú heldur þig innan

seilingar aðgangsstaða sem tilheyra sama neti getur tækið þitt haldið tengingunni við netið.

Ábending: Tengingu við þráðlaust staðarnet er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því að nota aðgangsstað

á þráðlausu staðarneti. Þegar þú lokar gagnatengingunni er þráðlausu staðarnetstengingunni einnig lokað.

Tækið þitt gefur kost á mismunandi gerðum tenginga á þráðlausu staðarneti. Hægt er að velja á milli tveggja kosta: með eða

án aðgangsstaðar.
• Tenging með aðgangsstað leyfir tvær tegundir samskipta: þráðlaus tæki eiga samskipti sín á milli í gegnum aðgangsstað á

þráðlausu staðarneti eða þráðlaus tæki eiga samskipti við tæki á tengdu staðarneti í gegnum aðgangsstað á þráðlausu neti.
Kosturinn við tengingu með aðgangsstað er að þú getur haft meiri stjórn á nettengingunum vegna þess að þær fara um

aðgangsstað. Þráðlaust tæki getur haft aðgang að þjónustum sem eru í boði á hefðbundnu tengdu staðarneti: gagnagrunni

fyrirtækis, tölvupósti, Internetinu og öðrum netmöguleikum, svo dæmi sé tekið.

• Með forritum frá þriðja aðila getur þú sent og tekið við gögnum beint án aðgangsstaðar, til dæmis til að prenta út. Ekki er

þörf á neinum aðgangsstað á þráðlausu staðarneti. Færðu einfaldlega inn nauðsynlegar stillingar og komdu tengingunni á.

Auðvelt er að setja upp net án aðgangsstaðar, en samskiptin eru þó takmörkuð við tæki sem eru innan seilingar.

Sjá „Netaðgangsstaður settur upp fyrir þráðlaust LAN“, bls. 70.
Sjá „Uppsetning ad hoc nets“, bls. 83.